Við krefjumst dagsetningar fyrir Alþingiskosningar haustið 2016!

Við krefjumst dagsetningar fyrir Alþingiskosningar haustið 2016!

Started
August 2, 2016
Petition Closed
This petition had 1,326 supporters

Why this petition matters

Formenn stjórnarflokkanna lofuðu að kosið yrði til Alþingis haustið 2016. Ennþá bíðum við eftir dagsetningu. Það er óásættanlegt og ólýðræðislegt! Við krefjumst kosninga haustið 2016 og við krefjumst þess að dagsetningin verði ákveðin án tafar!

Undanfarið hafa forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar sagt að ekki verði kosið fyrr en að lokinni afgreiðslu ákveðinna mála. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ekkert liggja á kosningum í haust. Þetta er ekki samkvæmt loforðinu og heldur þjóðinni og stjórnmálaheiminum í óvissu og grefur undan lýðræðinu. Allir eiga að sitja við sama borð við undirbúning kosninga. Með þessu er ríkisstjórnin að grafa undan möguleikum þjóðarinnar og annarra flokka til að undirbúa kosningar. Við þurfum dagsetningu núna!

Þriðjudaginn 9. ágúst afhendir Dóra Björt Guðjónsdóttir skipuleggjandi undirskriftarsöfnunarinnar forsætisráðuneytinu undirskriftarlistann.

 

Petition Closed

This petition had 1,326 supporters

Share this petition

Share this petition in person or use the QR code for your own material.Download QR Code

Decision Makers